Lögreglan á Hvolsvelli hefur snúið nokkrum ökumönnum frá því að aka upp Hamragarðaheiði í átt að gígnum á Eyjafjallajökli í dag. Leiðin liggur um vinnusvæði vegna Landeyjahafnar og inn á bannsvæði. Vegurinn inn í Þórsmörk er lokaður með hliði og keðju.
Lögreglumaður á Hvolsvelli sagði að enginn hafi verið kærður til þessa en nokkrum, kannski um tíu manns, verið snúið við á Hamragarðaheiðinni. Leiðin inn á Emstrur er lokuð við Gilsá.
Töluverð umferð hefur verið af fólki að skoða gosstöðvarnar í góða veðrinu. Á Hvolsvell var sól og blíða í dag og 16°C hiti. Létt var yfir fólki í góða veðrinu að sögn lögreglunnar.