Óttast ekki aðkomu einkaaðila að orkuframleiðslunni

HS Orka sem rekur orkuverið Svartsengi er í eigu erlends …
HS Orka sem rekur orkuverið Svartsengi er í eigu erlends fyrirtækis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra óttast ekki aðkomu einkaaðila að orkuframleiðslunni, eftir að gengið hafi verið frá forkaupsrétti að orkufyrirtækjum og lögum breytt til að stytta samningstíma um nýtingu auðlinda.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur viðrað hugmyndir um að takmarka eignarhald einkaaðila að orkufyrirtækjum, án samráðs við iðnaðarráðherra og ríkisstjórn.

Katrín óttast að verði hugmyndir Svandísar að lagabreytingum að veruleika hindri það verkefnafjármögnun virkjana eins og rætt hafi verið um. Hún lýsir þeirri skoðun sinni að gott geti verið að fá öfluga fjárfesta inn í orkuframleiðsluna, og það kunni að vera betra en að láta ríkisfyrirtæki taka erlend lán til að fjármagna virkjanirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka