Breytingar á úthlutunarreglum LÍN kynntar ráðherrum

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, á ekki von á öðru en breytingarnar …
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, á ekki von á öðru en breytingarnar taki gildi fyrir næsta skólaár. Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, kynnti ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrir breyttum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) á ríkisstjórnarfundi í dag. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi fyrir næsta skólaár og á Katrín ekki von á öðru en að breytingarnar nái í gegn.

Breytingarnar hafa sætt töluverðrar gagnrýni meðal stúdenta en samkvæmt þeim þurfa stúdentar að ljúka fleiri einingum á ári til að fá námslán en nú er krafist. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að gagnrýnin væri eðlileg en nauðsynlegt væri að leita allra leiða svo bæta megi stöðu ríkissjóðs. LÍN reyni að gera það sem sanngjarnast sé í stöðunni og komi sem best út fyrir flesta.

Fjallað var um málið í fréttaskýringu Morgunblaðsins þann 19. Maí síðastliðinn. Þar kom fram að samkvæmt núverandi úthlutunarreglum þurfi nemandi að ljúka 20 ECTS einingum á skólaári, sem er þriðjungur af fullu námi, til að fá námslán. Ljúki hann til að mynda 10 einingum hvora önnina fái hann námslán fyrir þeim einingum að vori. Ef nemandinn hins vegar lýkur t.d. 20 einingum á haustönn – þ.e. 67% af fullri önn – væri lán fyrir þeim einingum greitt út strax að önninni lokinni.

Breytingarnar taka einnig til barnastuðuls LÍN. Áhrifin eru engin fyrir fólk með eitt barn en það munar 2000 krónum á mánuði miðað við núverandi stuðul séu börnin tvö og 10.000 krónum fyrir stúdenta með þrjú börn, svo dæmi séu tekin.

Katrín tekur fram að allt til ársins 2008 hafi verið gerðar kröfur um 75 prósent námshlutfall til að fá námslán. Þannig væri hlutfallið víðast hvar á Norðurlöndunum. Námshlutfallið hafi verið lækkað niður í 30 prósent árið 2008. Samkvæmt breytingartillögunum þurfi stúdentar að vera í 60 prósent námi til að fá námslán. Með því sé reynt að faraákveðinn milliveg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert