Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa að morgni laugardagsins 11. apríl í fyrra stungið konu með hnífi í brjóstið. Var hann jafnframt dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón króna í miskabætur auk dráttarvaxta. Hann þarf einnig að greiða 338.850 krónur í sakarkostnað.
Maðurinn mundi ekki eftir að hafa ráðist á konuna en þau höfðu setið við drykkju í hálfan sólarhring en hún hafði heimsótt hann síðdegis á föstudegi og þau fengið sendar tvær vodkaflöskur með leigubíl Hann játaði hins vegar brot sitt fyrir dómi en tók fram að hann myndi ekki atvik í umrætt sinn.
Allt hefði verið í góðu á milli þeirra, að sögn konunnar.
Þegar liðið var á nóttina hefði hún setið í stól andspænis manninum og
hefðu þau
verið að ræða um kveðskap þegar hann hefði skyndilega „trompast“ og ráðist fyrirvaralaust á hana.
Við ákvörðun refsingar leit dómari til þess að atlagan var hættuleg
og hending gat ráðið að ekki fór verr. Varanlegar afleiðingar hlutust
ekki af
atlögunni, en í læknisvottorði kemur fram að ef hnífurinn hefði gengið
aðra
leið inn í brjóstholið hefði það getað valdið lífshættulegum áverkum.
Maðurinn hefur það sér til málsbóta að vera með hreint sakavottorð og játaði brot
sitt
greiðlega. Þá var einnig litið til þess að maðurinn er á áttræðisaldri.