Konur á hlaupum um allt land

Frá hlaupinu í fyrra.
Frá hlaupinu í fyrra. mbl.is/Heiddi

Tuttugasta og fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer fram í dag, á sjálfan Kvennréttindadaginn. Í ár er hlaupið tileinkað hlaupið krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Hlaupið verður víðast hvar á landinu og eru hlaupaleiðir 1 km til 10 km. Allir geta tekið þátt.

Á flestum stöðum byrjar hlaupið kl. 11 en sumstaðar kl. 14 eða á öðrum tímum.

Kvennahlaupið fer nú í fyrsta skipti fram í Viðey, þar verða farnir 3 km. Einnig hafa íslenskar konur erlendis tekið sig saman og verður meðal annars Kvennahlaup í Danmörku, Noregi, Bretlandi, Færeyjum og Þýskalandi.

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, þá var hlaupið í Garðabæ og á sjö stöðum um landið. 

Hér má sjá lista yfir hlaupastaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert