Drög að verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð liggur frammi til athugasemda til og með 24. júní. Í henni er gert ráð fyrir lokunum á mörgum ferðaleiðum fyrir akandi umferð.
Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir þessu og mun leggja fram formlegar athugasemdir til umhverfisráðherra gegn þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum.
Þar segir enn fremur að þessar aðgerðir bitni harðast á hinum almenna íslenska ferðamanni og ekki síst öldruðum, fötluðum og börnum sem ekki munu geta gengið þessa leiðir.