Jarðskjálfti í Kalíforníu

San Diego borg í Kalíforníu.
San Diego borg í Kalíforníu.

5,4 stiga jarðskjálfti reið yfir Los Angeles, San Diego og hluta Suður-Kalíforníu í kvöld, að því er jarðfræðistofnun Bandaríkjanna greinir frá. Fyrsta tilkynning frá stofnuninni sagði að skjálftinn hefði verið 5,7 stig, en það hefur verið fært niður í 5,4.

Skjálftamiðjan var 22 kílómetra norðvestur af Borrego Springs, sem er tæpa 100 kílómetra norðaustur af San Diego.

Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða mannskaða vegna skjálftans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert