Íslendingur í Tour de France

Tour de France keppnin er nú í fullum gangi. Aldrei …
Tour de France keppnin er nú í fullum gangi. Aldrei þessu vant fylgjast Reyðfirðingar spenntir með í ár. Reuters

Edvald Boasson Hagen þykir einn efnilegasti hjólreiðamaður í heimi og keppir nú í Tour de France hjólreiðakeppninni. Það þykir kannski enn merkilegra, allavega fyrir Íslendinga, að Edvald þessi er af íslenskum ættum.

Agl.is segir að hjólreiðamaðurinn sé barnabarn Eðvalds Bóassonar frá Stuðlum í Reyðarfirði. Sá hafi ungur flutt út til Noregs með föður sínum sem hafi farið í bændaskóla og komið sér upp búi í Nittedal, skammt utan Osló. Eðvald hafi síðar tekið við búinu af föður sínum og búi þar enn. Dóttir Eðvalds, sem er móðir Edvalds, sinnir nú einnig bústörfum á jörðinni.

Edvald yngri er 23 ára gamall og fylgjast Reyðfirðingar nú spenntir með honum á Tour de France.

Edvald er nú í 103 sæti Frakklandshjólreiðanna eftir fjórtán dagleiðir. Keppnin hófst í Rotterdam í Hollandi þann 3. júlí en keppendur koma í mark í París á sunnudag. Eðvald hjólar í liði Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Hann er talinn einn efnilegasti hjólreiðamaður veraldar en hefur ekki áður keppt í Frakklandshjólreiðunum.

Hér má lesa frétt Austurgluggans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka