Þriðja endurskoðun IMF áformuð í september

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. mbl.is/RAX

Fram kemur í tilkynningu frá Franek Roswadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, að sendinefnd undir forustu Marks Flanagans, sem var hér í vikunni til viðræðna við stjórnvöld, hafi nú lokið störfum og sé farin. Hafi þessi heimsókn verið til að fylgja eftir heimsókn sendinefndar sjóðsins í júní.

Í tilkynningunni segir, að sendinefndin hafi lokið viðræðum vegna skýrslu um íslensk efnahagsmál og vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Enn eigi eftir að ganga frá nokkrum tæknilegum atriðum en markmiðið sé, að leggja endurskoðaða áætlun fyrir framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í byrjun september. 

„Efnahagsáætlunin hefur skilað árangri. Samdrátturinn hefur verið minni en búist var við, verðbólga hefur minnkað, dregið hefur úr viðskiptahalla og gengi krónunnar er stöðugra. Þá hefur staða ríkissjóðs styrkts og umgerð bankakerfisins endurskoðuð.  Hægt verður að byggja á þessum árangri með áframhaldandi aðhaldi og tímabærum breytingum á stefnu." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert