Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna, telur að ríkið skuli taka hlut Magma Energy í HS Orku eignarnámi reynist samningarnir ekki ólögmætir.
„Ég hef talað um að þessi samnningur er ólögmætur. Ég hef talað um að hann sé markleysa. Hann gengur gegn tilgangi laga um erlenda fjárfestingu og gengur líka gegn EES reglum. Ef það gengur ekki þá vil ég bara að þessi hlutur sé tekinn eignarnámi með sérlögum eða hvernig sem það mál virkar,“ segir Atli sem kveðst þó viss um að samningarnir stríði gegn lögum.
„Þetta er fyrirtæki er utan EES en það er gerður þessi málamyndageringur með því að stofna þetta fyrirtæki í Svíþjóð. Þetta er alger málamyndagerningur bara til þess að fara framhjá ákvæðum laga og markmiði þeirra. Það er ólögmætt og slíkir samningar hafa ekkert gildi,“ segir Atli.