Einstakar myndir náðust í gær af flaki breska olíuskipsins SS Shirvan sem var sökkt norður af Garðskaga af sama kafbáti og sökkti Goðafossi hinn 10. nóvember 1944.
Notast var við djúpsjávarfarið Gavia sem er framleitt og hannað á Íslandi af fyrirtækinu Hafmynd ehf. Gavia er lítill ómannaður kafbátur eins og sést á myndinni. Eintakið sem notast var við er í eigu Háskóla Íslands og kostar rúmar 100 milljónir króna.
Sagt er frá fundi flaksins og ljósmyndun þess í Morgunblaðinu í dag.