Íbúum af erlendum uppruna veitt ráðgjöf

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Eggert Jóhannesson

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur gert samning við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða um að veita ráðgjöf til íbúa Reykjavíkur af erlendum uppruna.
Markmið með samningnum er að veita innflytjendum í Reykjavík sérhæfðan stuðning til virkrar þátttöku í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í því felst bæði almenn ráðgjöf sem og lögfræðiráðgjöf. Tveir starfsmenn munu sjá um ráðgjöfina, þær Barbara Jean Kristvinson og Margrét Steinarsdóttir, en báðar hafa þær margra ára reynslu af því að aðstoða innflytjendur í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert