Gísla Jónssonar minnst á Bíldudal

Afhjúpun minnisvarða um Gísla Jónsson
Afhjúpun minnisvarða um Gísla Jónsson Margrét Haraldsdóttir

Minnisvarði um Gísla Jónsson hefur verið afhjúpaður á Bíldudal en Gísli var á fyrri hluta síðustu aldar kunnur af störfum sínum sem þingmaður Barðstrendinga og Vestfirðinga, framkvæmdamaður, vélstjóri og rithöfundur.

Meðal fyrirtækja sem hann átti þátt í að stofna voru Gísli Jónsson & co og Bifreiðar- og landbúnaðarvélar. Þá sá hann um tíma um smíði allra nýsköpunartogara ríkissjóðs.

Á Bíldudal rak Gísli verslun og útgerð, reisti rækjuvinnslu og fiskimjölverksmiðju auk þess að vera upphafsmaður Matvælaiðju sem framleiddi m.a. Bíldudals grænar baunir og Bíldudals handsteiktar kjötbollur.

Í tilefni af afhjúpun minnisvarðans bauð Vesturbyggð til vöffluveislu í Skrímslasetrinu á Bíldudal.  Þau Jón Kr. Ólafsson, Nanna Sjöfn Pétursdóttir og Jón Þórðarson áttu veg og vanda að minnisvarðanum en hann var unninn af þýskri listakonu sem dvaldi um hríð á Bíldudal.

Barnabarnabörn Gísla, þeir Gísli Jónsson og Gísli Valur Eggertsson afhjúpuðu verkið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert