Neytendasamtökin segja nýtt búvörufrumvarpi í eðli sínu andstætt bæði hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið að lögum er lokað á alla samkeppni innan mjólkuriðnaðar. Neytendasamtökin telja hins vegar brýnt að frelsi sé aukið innan þessarar greinar. Því hvetja Neytendasamtökin til þess að frumvarpið verði fellt.
„Ef það verður ekki gert eru alþingismenn að fórna almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni og það væri þá ekki í fyrsta skipti," segir á vef samtakanna.