Kynbundinn launamunur minnkar

Í nýrri úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg kemur fram að dregið hafi úr launamuni kynjanna. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar fyrir borgarráði í dag.

Samkvæmt úttektinni er munur á heildarlaunum kynjanna 5,1%, þegar leiðrétt hefur verið fyrir innbyrðis röðun starfa.

Er þessi munur óútskýrður en mun lægri en óútskýrður launamunur sem þekkist úr sambærilegum, innlendum og erlendum rannsóknum.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er þessi litli munur þakkaður miðlægri launasetningu og starfsmati, reglum um yfirvinnusamninga, aukinni menntun kvenna og auknum starfsaldri.

Um 77% starfsmanna Reykjavíkurborgar eru konur.

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að skoða úttektina nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert