Yfirheyrslu lokið í dag

Sigurður Einarsson mætti í dag í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Sigurður Einarsson mætti í dag í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Ernir Eyjólfsson

Yfirheyrslum yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, er lokið hjá embætti sérstaks saksóknara. Sigurður yfirgaf húsið og settist upp í einkabifreið. Hann vildi lítið tjá sig um yfirheyrsluna en sagði þó að hún hefði gengið vel.

Sigurður neitaði því að eitthvað væri hæft í þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar og sagði þær á misskilningi byggðar.

Sigurður mætti til yfirheyrslunnar klukkan 9 í morgun, eftir að alþjóðlega handtökuskipunin á hendur honum hafði verið felld niður. Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari sagði síðdegis í dag að yfirheyrslur muni að öllum líkindum halda áfram á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert