Ekkert gat forðað falli bankanna

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að rannsóknarnefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að eftir að komið hafi verið fram á árið 2006 hafi ekkert getað forðað falli bankanna. Hann hafi tekið við starfi viðskiptaráðherra einu og hálfu ári síðar.

Þetta kemur fram í svari hans til þingmannanefndarinnar, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Björgvin áréttar að þó hann hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin teldi fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun íslensku bankanna.

Björgvin bendir á að vinnulag ríkisstjórnarinnar hafi sett á herðar sér ábyrgð vegna atburðarásar sem hann hafi þó samhliða verið sviptur rétti til þess að taka þátt í, þrátt fyrir að gegna embætti viðskiptaráðherra.

Bréf þingmannanefndarinnar til Björgvins og svar hans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka