Sveitarfélagið Árborg og Íslandsbanki undirrituðu í dag kaupsamning vegna fasteignarinnar að Árvegi 1 á Selfossi. Húsnæðið mun hýsa Björgunarfélag Árborgar, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu.
Húsnæðið er ekki fullbúið en nú verður allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum þannig hægt verði að nýta það að fullu, að því er segir í tilkynningu
Málefni þessarar fasteignar hafa verið nokkuð til umfjöllunar á undanförnum misserum en Íslandsbanki eignaðist húsnæðið er björgunarmiðstöð Árborgar fór í þrot.
„Með þessu er búið að tryggja framtíðarhúsnæði fyrir Björgunarfélag Árborgar, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu og munu leigutekjur til sveitarfélagsins standa undir afborgunum og rekstri húsnæðisins. Kaup þessi munu því ekki íþyngja sveitarfélaginu," segir í tilkynningu.