Húsnæði fyrir utangarðskonur

Björk Vilhelmsdóttir (t.h.)
Björk Vilhelmsdóttir (t.h.) mbl.is/Kristinn

Það styttist í að nýtt heimili verði opnað fyrir utangarðskonur í Reykjavík. Búið er að finna ákjósanlegt húsnæði fyrir það og er nú unnið að því að skipuleggja starfsemina og ráða starfsfólk svo unnt verði að opna heimilið svo fljótt sem auðið er.

Stofnun sérstaks heimilis fyrir utangarðskonur var eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að ekki sé miðað við neina ákveðna dagsetningu fyrir opnun heimilisins en undirbúningur þess gangi mjög vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert