Samgönguráðherra boðar frumvörp um tvær stofnanir til að annast stjórnsýslu og framkvæmd samgöngumála sem nú er í ýmsum stofnunum.
Farsýsla, stjórnsýslustofnun samgöngumála, á að taka við stjórnsýsluhlutverkum Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar, Vegagerðar og Umferðarstofu.
Vegagerðin á að verða framkvæmdastofnun samgöngumála. Hún á að annast framkvæmdir, rekstur og þjónustu alls samgöngukerfisins.
Boðað er í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar að bæði þessi frumvörp verði lögð fram nú í haust.