Forystan var niðurlægð

Fyrirmenni í þungum þönkum á flokksráðsfundi VG.
Fyrirmenni í þungum þönkum á flokksráðsfundi VG. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vinstri hreyfingin – grænt framboð heldur málefnaþing 22. október um Evrópusambandið og aðildarviðræður Íslands.

Innan VG er allt á suðupunkti vegna þessa mikla ágreiningsmáls og inn í þau átök spila ýmis önnur mál, samanber ágreining um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ágreining um afstöðuna til Icesave-viðræðna við Breta og Hollendinga, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið innan VG í Morgunblaðinu í dag.

Fullyrt er af viðmælendum Morgunblaðsins úr röðum VG félaga, að ágreiningurinn sem kom skýrt í ljós á aðalfundi VG í Reykjavík, á mánudaginn í síðustu viku, þar sem flokksforystan í Reykjavík og uppstillingarnefnd vegna formanns- og stjórnarkjörs voru niðurlægðar, séu aðeins vísbending um það sem koma skal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert