Gæslan fundaði með danska sjóhernum

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti sjóliðsforinginn Per …
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti sjóliðsforinginn Per Frank Hansen.

Sjóliðsforinginn Per Frank Hansen, yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins, fundaði í gær með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Gæslunnar á Norður-Atlantshafi.

Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að  1. deild danska sjóhersins sé með höfuðstöðvar í Fredrikshavn en aðgerðarsvæði þeirra nái frá Norður-Grænlandi, um færeyska hafsvæðið til Suður-Danmerkur. Í vissum tilfellum teygist svæði þeirra til alþjóðlegra hafsvæða svo sem að Horni í Afríku og fjær. Verkefni þeirra séu sambærileg Landhelgisgæslunnar, löggæsla-, eftirlit og björgunarstörf.

Áhafnarskipti dönsku varðskipanna fara að jafnaði fram á Íslandi og er þá tækifærið oft nýtt til æfinga með varðskipum og/eða flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Nánar á vef LHG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert