Var metinn hæfastur umsækjenda af ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Bjarni Harðarson var metinn hæfastur umsækjenda um tímabundið starf upplýsingafulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins af ráðgjafarfyrirtækinu Capacent, að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra.

Enginn var boðaður til viðtals. „Orsökin er sú að þarna var um að ræða skammtímaráðningu, til þriggja mánaða. Umsækjendur voru metnir eftir upplýsingum sem fram komu í umsóknum og ekki haft meira við. Það er ekkert flóknara,“ segir Sigurgeir. Capacent hefði raðað umsækjendum á lista, miðað við forsendur í auglýsingu. Bjarni hefði orðið efstur í því mati.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert