26 sóttu um starf forstjóra Íbúðalánasjóðs þegar starfið var auglýst að nýju um mánaðamótin en fimm drógu síðan umsóknir sínar til baka. Staðan var fyrst auglýst í lok apríl en stjórn sjóðsins ákvað að auglýsa starfið laust til umsóknar að nýju.
Ráða átti í starf framkvæmdastjóra 1. júlí, en þá lét Guðmundur Bjarnason af starfi. Síðan hefur Ásta H. Bragadóttir gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða.
27 sóttu upphaflega um starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs og voru fjórir umsækjendur kallaðir í viðtal: Ásta H. Bragadóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Guðrún Árnadóttir, ráðgjafi og Yngvi Örn Kristinsson, ráðgjafi.
Stjórnin hélt marga fundi um málið í sumar án þess að komast að niðurstöðu. Í lok ágúst ákvað stjórnin að skipa þriggja manna valnefnd til að fara yfir umsóknir í samræmi við tilmæli frá Árna Páli Árnasyni, þáverandi félagsmálaráðherra. Í kjölfarið dró Ásta H. Bragasóttir umsókn sína til baka, en fyrir lá að meirihluti var innan stjórnar Íbúðalánasjóðs aða ráð hana í starfið. Ásta er ekki meðal umsækjenda nú.
Umsækjendurnir eru:
Auður Arna Eiríksdóttir
Böðvar Þórisson
Elín Sigrún Jónsdóttir
Georg Andersen
Guðrún Árnadóttir
Hallur Magnússon
Jón Jónsson
Jón Ólafur Gestsson
Lárus H. Bjarnason
Ólafur Páll Árnason
Ómar Örn Kristófersson
Runólfur Gunnlaugsson
Sigurður Árni Kjartansson
Sigurður Erlingsson
Sigurður Geirsson
Snorri Styrkársson
Sverrir H. Geirmundsson
Sævar Þór Ríkarðsson
Vilhjálmur Bjarnason
Yngvi Örn Kristinsson
Þorsteinn Þorsteinsson.