Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna tveggja rjúpnaskytta sem saknað var en þær höfðu ætlað til veiða við Skjaldbreið.
Björgunarsveitamenn úr sjö björgunarsveitum á svæðinu leituðu mannanna og um klukkan 02:15 fundust þeir heilir á húfi við Kerlingu en þar hafði bíll þeirra bilað. Björgunarsveitameðlimir komu bílnum í gang og fylgdu rjúpnaskyttunum til byggða.