Leita allra leiða

Uppsagnirnar hjá Eyrarodda á Flateyri fyrir helgi, þar sem 42 starfsmönnum var sagt upp, jafngilda því að um 20.000 manns yrði sagt upp í Reykjavík. Þó er ekki öll von úti því unnið er að því að koma rekstrinum til bjargar.

Teitur Einarsson, stjórnarformaður Eyrarodda, segir að það fari eftir því hvernig takist til að setja saman rekstrargrundvöll fyrir fiskvinnslu á Flateyri.

„Takist það, þá ætlum við að gera allt sem við getum til þess að draga uppsagnirnar til baka,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert