Vex hægar en búist var við

Gígja breiðir nú úr sér undir brúnni og yfirborðið hækkar …
Gígja breiðir nú úr sér undir brúnni og yfirborðið hækkar stöðugt. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Rennsli í Gígju er nú um 1.200 rúmmetrar á sekúndu og tvöfalt meira en í gær, að sögn Gunnars Sigurðssonar, vatnamælingamanns Veðurstofu Íslands. Hlaupið í dag er þó minna en áætlað hafði verið miðað við hvað áin óx hratt í gær. Þá var búist við að það yrði allt að því þrefalt meira í dag en í gær.

Gunnar sagði að Gígja hafi breitt úr sér og renni nú undir nær allri brúnni sem er um 340 metra löng. Áin rennur nú á um 300 metra breiðum kafla undir brúnni en nær ekki undir austasta brúarbilið. Talsvert þarf að hækka í ánni til að hún fylli það bil einnig, að mati Gunnars.

Búist er við að hlaupið nái hámarki í nótt eða snemma í fyrramálið. Leiðni hefur aukist í ánni Súlu sem bendir til þess að hlaupvatnið leiti einnig í hana. Gunnar sagði að rennslið í Súlu sé 10-20 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt ágiskun. Hann sagði að meira vatn sé í Súlu en venjulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert