Innheimt er höfundarréttargjald vegna opinbers flutnings allrar tónlistar við jarðarfarir og skiptir þá ekki máli hversu stór hluti tónlistar og sálma nýtur höfundarréttarverndar.
Hluti tónlistarinnar, stundum stór hluti, nýtur ekki lengur verndar. Þóknunin er 5% af heildarlaunum þeirra sem flytja tónlistina. Í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dags, segir framkvæmdastjóri STEFs, að þóknunin sé lág og taki mið af því að hún sé innheimt af allri tónlistinni.