Leitað að umsjónarmanni með Surtsey

Surtsey er útvörður Íslands í suðri.
Surtsey er útvörður Íslands í suðri. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir sérfræðingi um friðlandið Surtsey og felst meðal annars í starfinu, að hafa daglega umsjón með gestastofu í Vestmannaeyjum og umsjón með friðlandinu Surtsey.

Surtsey, sem varð til í eldgosi árið 1964, var friðlýst árið 1965 og árið 2006 var friðlýsingin endurskoðuð og friðlandið stækkað umtalsvert. Árið 2009 komst Surtsey á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og árið 2010 opnaði Umhverfisstofnun Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum. 

Umsjónarmaðurinn þarf að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í jarðfræði, náttúrulandfræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. Starfsaðstaða sérfræðingsins er í Vestmannaeyjum og þarf hann að vera búsettur þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert