Verið er að hreinsa snjó af vegum á Vestfjörðum og á Norður- og Austurlandi og opna þar sem fyrirstaða er. Verið að opna aðalleiðir á Vestfjörðum en enn er þungfært á Klettshálsi og í Ísafjarðardjúpi, og ófært á Þröskuldum.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á flestum leiðum. Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi. Þæfingur er á Þverárfjalli en verið er að hreinsa.
Á Norðaustur- og Austurlandi er er ófært á Hálsum, Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þæfingur er í Öxarfirði og til Raufarhafnar, og eins milli Mývatns og Egilsstaða.
Hálkublettir eru á Bláfjallavegi og Mosfellsheiði. Á Vesturlandi er hálka Holtavörðuheiði en einnig hálkublettir á fáeinum leiðum.