Krugman: Ísland betur statt en Írland

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman.
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman. Reuters

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og einn þekktasti dálkahöfundur New York Times, segir í bloggi sínu að vísbendingar séu um að Ísland sé í betri stöðu tveimur árum eftir hrun en Írland. Íslendingar hafi farið gjaldþrotaleiðina að endurreisn hagkerfisins.

„Hvað er í gangi hérna? Í hnotskurn hefur Írland farið eftir bókinni og sýnt ábyrgð - ábyrgst allar skuldir, farið í blóðugan niðurskurð til að reyna að borga fyrir kostnaðinn af öllum þessum ábyrgðum, og, að sjálfsögðu, haldið í evruna.

Ísland hefur ekki fylgt rétttrúnaði: gengishöft, mikil gengisfelling og mikil endurskipulagning skulda - takið eftir þessari yndislegu línu frá AGS, fyrir ofan (sjá hér), um hvernig „gjaldþrot í einkageiranum hafa leitt til þess að umtalsvert hefur dregið úr erlendum skuldum“. Farðu gjaldþrotaleiðina að [efnahags]bata! Í alvöru talað,“ skrifar Krugman í lauslegri þýðingu.

„Og gettu hvað: leiðir sem ganga gegn rétttrúnaðinum eru að gagnast mun betur en rétttrúnaðurinn,“ skrifar Krugman og verður þetta ekki skilið á annan veg en svo að Íslandi hafi gengið betur að eiga við kreppuna en Írum. 

Krugman vísar í þessa töflu Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Taflan ber …
Krugman vísar í þessa töflu Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Taflan ber saman samdrátt í þjóðarframleiðslu og aukið atvinnuleysi á Írlandi og Íslandi eftir kreppuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka