Íslendingur vinnur milljón í póker

Sævar Ingi Sævarsson.
Sævar Ingi Sævarsson. Mynd/52.is

Íslendingurinn Sævar Ingi Sævarsson endaði í 98. sæti af 758 keppendum á stóru pókermóti sem haldið er í Barcelona á Spáni. Er mótið hluti af Evrópsku pókermótaröðinni (EPT) og skilaði frammistaða Sævars honum um 1,1 milljón króna í vinningsfé. 

Þátttökugjald inn á mótið var jafngildi um 800.000 íslenskra króna en Sævar greiddi þó ekki fullt þátttökugjald heldur vann hann sér þátttökurétt á undanmóti á netinu.

Fram kemur á íslenska pókervefnum 52.is að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Sævar vinnur fé á á stóru móti erlendis því hann endaði í 53. sæti af 401 keppendum á pókermóti í Edinborg í ágúst. Var það mót hluti af Bresku pókermótaröðinni (UKIPT). Þá vann hann sér inn jafngildi um 145.000 króna en þess má geta að hann vann sér einnig þátttökurétt á það mót á undanmóti á netinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert