Um 8000 búnir að kjósa í Reykjavík

Um 8000 höfðu kosið í Reykjavík kl. 13.
Um 8000 höfðu kosið í Reykjavík kl. 13. mbl.is/Golli

‎9,4% kjósenda í Reykjavík höfðu kosið í stjórnlagaþingskosningunum klukkan 13:00 eða samtals um 8000 manns. Kjörsókn í Kópavogi var svipuð en þar höfðu 9,2% kjósenda kosið á sama tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórum gengur fólki vel að kjósa og litlar biðraðir eru á kjörstöðum.

Tæplega 800 manns höfðu kosið á Akureyri um hádegisbil sem er rúmlega 6% kosningabærra manna. Alls kusu 432 utankjörfundar á svæðinu.

Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, sagði að engin stórvægileg vandamál hefðu komið upp í sambandi við framkvæmd kosninganna. Hann sagði að landsstjórn kæmi saman í kvöld kl. 22 þegar kosningu líkur, en byrjað yrði að telja kl. 9 í fyrramálið.

Eins og flestum er kunnugt er kosið með því að kjósandi skrifar númer kjósanda á sérstaka reiti á kjörseðlinum. Þórhallur sagði að ef kjósandi gerði þau mistök að skrifa rangt númer á kjörseðilinn (númer sem ekki er til) væri kjörseðilinn ekki ógildur, en þau nöfn sem væru fyrir neðan hið ranga númer væru hins vegar ógild. Þessi afgreiðsla væri skrifuð inn í lögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert