„Valdníðsla af verstu sort“

Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, ætlar að leggja fram formlega kvörtun við sveitarstjórnarráðuneytið eftir að bæjarráð Kópavogs hafnaði beiðni hans um aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæinn. Gunnar segir að um sé að ræða valdníðslu af verstu sort.

Á bæjarráðsfundi sem haldinn var fyrir rúmri viku bað Gunnar um að fá aðgang að fjármálastjóra bæjarins og sviðsstjórum til að aðstoða sig við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Meirihlutinn í bæjarráði vinnur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæinn sem verður lögð fram 7. desember. Gunnar segist ekki sammála meirihlutanum og vill leggja fram sína eigin tillögu. „Það er réttur hvers sem er í bæjarstjórn að fá bæði upplýsingar og aðgang að starfsmönnum,“ segir Gunnar en á bæjarráðsfundi í fyrradag var beiðni Gunnars hafnað. „Þetta er valdníðsla af verstu sort,“ segir Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert