Lífeyrissjóðirnir eru að skoða að afskrifa húsnæðislán til sjóðfélaga umfram 100-110% af núvirði fasteigna. Horft er til greiðslugetu viðkomandi og er skilyrði afskriftanna að eiginfé sé neikvætt.
Hrafn Magnússon, frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða, staðfestir þetta en hann segir um 4% sjóðfélaga vera í vanskilum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.