Hleypur á bretti í sólarhring

Gunnlaugur Júlíusson á hlaupabrettinu í dag.
Gunnlaugur Júlíusson á hlaupabrettinu í dag. mynd/Jóhann

Gunnlaugur Júlíusson, langhlaupari, hóf á hádegi í dag að hlaupa á hlaupabretti í æfingarsal World Class í Kringlunni og ætlar að hlaupa til hádegis á morgun. Vonast hann til að setja Norðurlandamet og hlaupa rúma 200 kílómetra á þessum tíma.

Gunnlaugur segir á heimasíðu sinni, að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti sé 257 km. Daninn Kim Rasmussen á Norðurlandametið sem er tæpir 203 km, sett árið 2004. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka