Varnargarðar brustu við Svabælisá skammt frá bænum Þorvaldseyri á Suðurlandi í nótt, en skv. upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli er ekki mikil hætta á ferðum. Vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg, en unnið er að því að laga varnargarðinn.
Lögreglan á Hvolsvelli sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi vegna veðurs en nokkrir ökumenn lentu í vandræðum austan við Skóga. Voru sumir bílar illa búnir til vetraraksturs og drifu ekki upp allar brekkur. Þá voru sumir ökumenn óvanir að aka við íslensk skilyrði, m.a. erlendir ferðamenn sem misskildu veðurspána.
Segir lögreglan að þessi verkefni hafi staðið frá kl. 17 síðdegis fram á miðnætti.