Mikil óvissa í framleiðslu á saltfiski

Það er stundum sagt að lífið sé saltfiskur.
Það er stundum sagt að lífið sé saltfiskur. mbl.is/Kristján

Saltfiskframleiðendur hafa ekki notað fosföt við framleiðsluna frá áramótum eftir bann ESA við notkun efnanna.

Hægagangur hefur því verið í saltfiskverkun þar sem ekkert hefur verið unnið fyrir Spán og Ítalíu, en markaðir fyrir hvítan fisk í þessum löndum hafa skilað miklum verðmætum undanfarin ár.

Í umfjöllun um málefni saltfiskframleiðslunnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að saltaður fiskur var á nýliðnu ári fluttur út fyrir um 30 milljarða króna og er talið að fosföt hafi verið notuð við framleiðslu á um helmingi afurðanna.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, segir að staðan sé mjög erfið og framleiðendur séu enn að reyna að átta sig á henni og hvað sé til ráða. Menn hafi ekki fundið lausn og myndu ekki sjá afleiðingar bannsins fyrr en kæmi fram á veturinn. Einhverjar birgðir séu til í landinu og þær fari að mestu á næstu 2-3 mánuðum. Óljóst sé hvað þá taki við og hvort hægt verði að selja saltfisk sem ekki sé með fosföt, en þau hafi verið notuð til að tryggja hvítan lit fisksins og upprunaleg gæði hans.


Myndarlegar saltfiskstæður.
Myndarlegar saltfiskstæður. mbl.is/Ól.K.M.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert