Umhverfis-
og náttúruverndarsamtök á Íslandi segjast fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar,
sem hafi lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í
Gjástykki
áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.
„Leyfi Orkustofnunar til rannsóknarborana í Gjástykki virðir að vettugi umsagnir umhverfisráðuneytisins og fagstofnanna þess, þ.e. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Umhverfisráðherra hefur réttilega bent á að færð hafi verið fram þung náttúruverndarrök gegn veitingu leyfis til rannsókna í Gjástykki," segir í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum, sem segja brýnt, að umhverfisráðuneytið ljúki við friðlýsingu Gjástykkis hið fyrsta.