Hætt við ísingu á vegum

Snjóþekja er nú víða á vegum.
Snjóþekja er nú víða á vegum. Ragnar Axelsson

Á Suðurlandi eru hálkublettir á flestum leiðum, snjóþekja er frá Þjórsá að Markarfljóti en hálka undir Eyjafjöllum og að Vík. Á Reykjanesi eru hálkublettir á fáförnum leiðum.

Á Vesturlandi er víða nokkur hálka en sumstaðar snjóþekja. Á Holtavörðuheiði er þoka og hált. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á Þröskuldum, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og snjókoma á Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Á Austurlandi er hálka á flestum vegum, flughált er frá Bakkagerði að Vatnsskarði eystra. Á Suðausturlandi eru hálkublettir.

Ábendingar veðurfræðings

Um suðvestanvert landið verða veðuraðstæður áfram með þeim hætti að vegir eru blautir í hita við frostmark og í því hægviðri sem nú er myndast ísing á vegum um leið og léttir til. Þetta á einkum við vestan frá Snæfellsnesi, suður og austur um undir Eyjafjöll. Þá er vaxandi éljagangur með kvöldinu norðvestantil á landinu og m.a. á þjóðveginum á milli Holtavörðuheiðar og Skagafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert