Kvikmynd frá Eyjum 1937

Kvikmynd sem þýskir kvikmyndagerðarmenn tóku í Vestmannaeyjum vorið 1937 hefur vakið mikla athygli. Þar sjást bjargmenn fara til eggja og fjögur börn gæða sér á svartfuglseggjum. Tvö þeirra, Ágústa Óskarsdóttir og Ása Friðriksdóttir, muna vel eftir þessu ævintýri.

„Ég er víst eitt af þeim,“ sagði Ágústa þegar hún var spurð hvort hún kannaðist við kvikmyndina og börnin fjögur. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld var búinn að grafa upp hver börnin gætu verið. Faðir hans, Jónas Sigurðsson, er sigmaður í myndinni.

„Hann Friðrik Jesson, móðurbróðir minn var þarna. Ég held að dóttir hans, Ása Soffía, sé þarna líka,“ sagði Ágústa. Friðrik, sem var mikill íþróttamaður og íþróttakennari, fékkst mikið við myndatökur og tökur kvikmynda á þessum árum og var kvikmyndatökumönnunum innan handar.

Ágústa sagði að þau hafi borðað eggin heima hjá Sveini Guðmundssyni, sem yfirleitt var kallaður Sveinn í Ríkinu eða Sveinn í áfenginu, því hann vann í áfengisversluninni.

„Þetta var mikið ævintýri og gaman að þessu,“ sagði Ágústa. Hún kvaðst aldrei hafa séð kvikmyndina.

„Ég man þetta. Maður var smástelpa og manni þótti þetta voðaleg upphefð að fá að fara þarna uppeftir, borða svartfuglsegg og láta taka mynd af sér,“ sagði Ása Soffía Friðriksdóttir. „Þetta var ekki lítið upplifelsi!“

Hún sagði að þau hafi borðað eggin og farið svo heim þannig að myndatakan tók ekki langa stund. „Ég hef ekki séð kvikmyndina, en maður hugsar stundum til gömlu daganna, eins og gengur,“ sagði Ása.

Kveikjan að því að kvikmyndin komst í umferð var ljósmynd af eggjatökumanni í Vestmannaeyjum í Morgunblaðinu i gær og vakti hún umræðu á spjallvef Íslenska alpaklúbbsins. Þótti fjallaklifrurum búnaður Eyjamannsins nokkuð fornfálegur. Þá setti einn tengil á kvikmyndina og benti á að minni þróun hafi orði í búnaði eggjatökumanna frá 1937 en búnaði sportklifrara.

Auf Islands Vogelbergen / On Iceland's Bird Mountains from Fleischarchive on Vimeo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert