Stefnt er að því að nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun komi fram fyrir lok þessa mánaðar. Að málinu er unnið í ráðuneytinu og á Fiskistofu. Síðustu tvær vikur hafa sex þingmenn stjórnarflokkanna komið að samráði við gerð frumvarpsins.
Af hálfu Vinstri-grænna eru það Atli Gíslason, Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir og af hálfu Samfylkingarinnar voru tilnefnd þau Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Róbert Marshall.
Fram kemur í blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum í vikunni að hugsanlegt sé að pottar fyrir byggðakvóta, línuívilnun og fleira gætu orðið samtals 20% og koma fram miklar áhyggjur verði það raunin. „Í dag er svokallaður ráðherrapottur um sex prósent en talið er að hann geti jafnvel farið upp í 20 prósent, sem hefði hrikalegar afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar,“ segir í Fréttum.
„Með einni undantekningu þó. Ég sagði að sáttaleiðin, svo langt sem hún næði, yrði grundvöllur þeirrar vinnu sem væri í gangi. Ég sagði að 10% væri eitt þeirra viðmiða sem væri nefnt, en jafnframt að ekkert væri fast í hendi. Ég talaði opinskátt um stöðuna, en boðaði engar ákvarðanir og er heldur ekki í neinum færum til þess. Ég tel hins vegar að það sé út úr kortinu að 20% fari í þessa potta,“ sagði Atli.
Um samráðshópinn segir Atli að um pólitískt samráð stjórnarflokkanna sé að ræða, en sjávarútvegsráðherra myndi eiga lokaorðið við gerð frumvarpsins.
Fram kom í samtali við Jón Bjarnason í Morgunblaðinu í lok nóvember, undir fyrirsögninni Blönduð leið potta og samninga, að stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum á vorþingi og komi til framkvæmda, a.m.k. að hluta, við upphaf nýs fiskveiðiárs í haust.
Þar kemur fram að útgangspunktur við þessa vinnu er blönduð leið þar sem annars vegar verður byggt á því aflahlutdeildarkerfi sem notað hefur verið undanfarna áratugi og hins vegar á svokölluðum pottum sem tækju meðal annars tillit til byggðarlaga og sérstakra aðstæðna.
„Í heildina litið er hugmyndin sú að nýtt kerfi verði lagt upp þannig að ákveðið hlutfall af heildarafla verður tekið til slíkrar ráðstöfunar og ákveðin hlutdeild til núverandi aflahlutdeildarhafa, þannig að þeir hafi líka sína tryggingu. Þeir gætu líka hugsanlega sótt í þá potta sem verður úthlutað með öðrum hætti og með önnur markmið í huga. Málefni nýliðunar verða skoðuð sérstaklega.“
Við hittum sjávarútvegsráðherra hins vegar í vikunni, en höfum enga aðkomu og engar upplýsingar um innihald þeirrar vinnu sem er í gangi og vitum ekki hvað stjórnarflokkarnir eru að gera. Frumvarpið á þó að byggjast á samningaleið og það er vægast sagt mjög sérstakt, ef fólk ætlar að semja, að þá skuli bara annar aðilinn vera við samningaborðið,“ segir Friðrik.