Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að Icesave-frumvarpið verði samþykkt í næstu viku.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur það ekki raunhæft mat hjá Össuri. „Það hafa komið upp það margar spurningar sem fjárlaganefndin þarf að fara yfir, svo mörg óvissuatriði, að ég sé ekki hvernig ætti að vera hægt að klára þetta í næstu viku. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Össur er frekar brattur með þetta mál og önnur í erlendum viðtölum,“ segir Sigmundur. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær Icesave-frumvarpið verður afgreitt.
Þór Saari, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir orð Össurar ekki óraunhæf.