Samingurinn betri en sá fyrri

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Kristinn Ingvarsson

Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave er mun betri en sá sem vísað var til þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag.

Forsetinn kvaðst ekki geta velt vöngum yfir því hvernig hann muni bregðast við, staðfesta lögin eða senda þau til þjóðaratkvæðagreiðslu, á meðan Alþingi fjallar um málið. Það samrýmist ekki stjórnskipuninni að forsetinn tjái sig um hvað hann hyggist gera meðan málið sé til meðferðar á þingi.

Ólafur Ragnar sagði að í sínum huga séu nokkur atriði skýr, hver svo sem niðurstaða Alþingis verður. Himinn og haf sé á milli þessa samnings, hvað varðar hagsmuni Íslands, og á þeim samningi sem hann vísaði til þjóðarinnar. Í öðru lagi hafi Bretar og Hollendingar horfið frá þeirri ósanngjörnu afstöðu sem þeir höfðu. Þá hafi þjóðaratkvæðagreiðslan veitt íslensku þjóðinni ákveðna viðspyrnu. 

Aðspurður um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslna sagði Ólafur Ragnar sagði að lýðræði sé í því fólgið að fólkið ráði og því sé hann fylgjandi  þjóðaratkvæðagreiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert