Veður tefur sanddælingu

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Ekki eru horfur á að sanddæluskipið Skandia geti farið að vinna við Landeyjarhöfn fyrr en um miðja vikuna. Í morgun sýndi dufl við Landeyjarhöfn 3,3 metra ölduhæð, en skipið getur ekki unnið ef ölduhæð fer yfir 2 metra.

Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, sem gerir Skandia út sagði að skipið væri klárt og beðið væri eftir betra veðri. Hann sagði að búið væri að gera við smávægilegar bilanir á skipinu sem komu upp á siglingunni til Íslands. Hann sagðist vona að skipið gæti hafið dælingu um miðja vikuna, en unnið yrði allan sólarhringinn þangað til höfnin hefði verið opnuð. Hann sagði að mælingar bentu til að ekki tæki langan tíma til að opna höfnina.

Mjög vont veður er búið að vera við suðurströnd landsins síðustu vikurnar og sagði Jón ljóst að mjög lítið hefði verið hægt að vinna við dýpkun á þeim tíma. Skipið hreppti hið versta veður á leiðinni frá Danmörku og þurfti að liggja í vari meðan lægðirnar gengu yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka