Býst ekki við bótamáli

Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni síðustu, segist ekki reikna með því að Bretar og Hollendingar höfði bótamál hér heima.

Það sé vissulega möguleiki, segir Lárus en hann telur, að heldur muni niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem er aðeins ráðgefandi og óbindandi, og vísan í EES-samninginn verða notuð til þess að þrýsta á Íslendinga um greiðslu.

„Sjálfur tel ég að menn muni stilla okkur upp við vegg og segja: Nú er það komið í ljós að þið uppfyllið ekki þessi skilyrði, og þá þurfið þið að borga það sem upp á vantar,“ segir Lárus.

Össur segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í sambandi við fulltrúa breskra og hollenskra stjórnvalda í gær. „Þau viðbrögð sem við höfum fengið eru vonbrigði, en enginn æsingur. Yfirveguð viðbrögð,“ segir Össur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert