Ögmundur ósammála

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Icesave-laganna mun fara fram þann 9. apríl næstkomandi. Ekki verður kosið til stjórnlagaþings samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur verður farið eftir áliti meirihluta samráðshópsins sem forsætisráðherra skipaði í kjölfar ógildingar stjórnlagaþingskosninganna.

Álit hópsins var á þá leið að alþingi myndi skipa fulltrúana 25 sem voru upphaflega kjörnir. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er eini ráðherrann í ríkisstjórn sem er andvígur áliti samráðshópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert