Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, (í miðið).
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, (í miðið). mbl.is/Golli

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir fyrirséð að einhverskonar gjaldeyrishöft verði áfram í gildi á hér á landi taki Íslendingar ekki upp evru.

Í samtali við Bloomberg segir hann að þetta fari allt því hvernig peningamálastefnan verður hér á landi til framtíðar. T.d. hvort Ísland muni taka upp evru og ganga í Evrópusambandið, eða halda áfram í krónuna.

Hann telur hins vegar að það muni vera erfitt að halda áfram að nota krónuna án nokkurs konar hafta.

Þá segir Árni Páll það verði ekki hægt að byrja að slaka á gjaldeyrishöftunum fyrr en búið verður að leysa Icesave-deiluna. Það sé lykilatriði til að koma á hagvexti, draga úr atvinnuleysi og styrkja krónuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert