Svelta sig til að eiga mat fyrir börnin

Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum kemur hart niður á …
Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum kemur hart niður á öryrkjum. Myndin hér fyrir ofan tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ernir

Hækkandi verð á matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum hefur þrengt að hag öryrkja og er nú svo komið að hluti þeirra á ekki lengur fyrir brýnustu nauðsynjum. Eru dæmi um að einstæðar mæður hafi hríðhorast vegna matarskorts.

„Margir treysta sér ekki í matarbiðraðirnar. Þeir svelta frekar. Þeir skammast sín. Aðrir láta sig hafa það vegna barna sinna. Svo eru aðrir sem búa einir og kjósa frekar að neita sér um mat en að þiggja slíka aðstoð. Þessi hópur hefur stækkað í kreppunni. Matur, lyf og eldsneyti, allt hefur þetta hækkað í verði,“ segir Halla B. Þorkelsson öryrki um kjör bágstaddra öryrkja í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Rætt er við einstæða móður á Akureyri í blaðinu í dag sem sagði frá kjörum sínum í trausti nafnleyndar. „Ég get ekki keypt mat handa stráknum mínum í framhaldsskólann. Þetta er ekkert líf... Það hefur ekki verið keyptur matur á heimilinu síðustu tvær vikurnar. Ég var 55 kíló í haust en nú er ég 48 kíló,“ segir konan um heilsufar sitt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert