Rúmur fjórðungur landsmanna segist hafa kynnt sér samning ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar. Þetta kom fram í þjóðarpúlsi Gallup, sem Útvarpið sagði frá.
Rúmur þriðjungur segist hins vegar ekki hafa kynnt sér hann vel. Mun fleiri karlar en konur segjast hafa kynnt sér samninginn vel.
Spurt var: Hversu vel eða illa hefur þú kynnt þér samning ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 3% hafa kynnt sér samninginn mjög vel, 25% sögðust hafa kynnt sér hann frekar vel, 34% sögðust hvorki hafa kynnt sér hann vel né illa, 20% sögðust hafa kynnt sér samninginn frekar illa og 17% mjög illa.
Könnunin var gerð dagana 23. febrúar til 2. mars, svarhlutfall var 58,4 prósent og úrtakið var 1279 manns.